Photos
Videos
Kvennakór Hafnarfjarðar vill þakka öllum þeim sem studdu kórinn í keppninni Kórar Íslands, greiddu honum atkvæði sitt og sendu kórkonum hlýjar kveðjur fyrir keppni og falleg ummæli að henni lokinni. Það var ný og skemmtileg reynsla fyrir kórkonur að taka þátt í keppni sem þessari, einkum var aðdragandi hennar og undirbúningur bæði lærdómsríkur og skemmtilegur og gleði og góð stemmning var ríkjandi meðan á æfingum stóð. En nú taka við önnur og ekki síður mikilvæg verkefni því aðeins eru þrjár vikur í vetrartónleika kórsins sem haldnir verða í Víðistaðakirkju á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Við hlökkum til að syngja þar með Kór Öldutúnsskóla sem verður gestur tónleikanna ásamt stjórnanda sínum, Brynhildi Auðbjargardóttur.
60
10
Nú er Kvennakór Hafnarfjarðar kominn heim eftir ákaflega vel lukkað söngferðalag til Ítalíu þar sem kórinn hélt tónleika í Corpus Domini kirkjunni í Bolzano og kom fram á fjölskylduhátíð í Bressanone. Enn fremur hlaust kórnum sá óvænti heiður og ánægja að fá að vera með opna æfingu í gullfallegri miðaldadómkirkju sem stendur við aðaltorgið í Bolzano. Lagið var svo tekið víðar þar sem tækifæri gafst til, meðal annars í Dolomítafjöllunum í 2950 m hæð. Kórinn var allan tímann undir styrkri fararstjórn Jónu Fanneyjar og Ella hjá Eldhúsferðum sem leiddu okkur um sveitahéruð og fjallasali í nágrenni Bolzano og suður í rómaða fegurð bæjanna við Gardavatn. Ekki má heldur gleyma öllum þeim ljúffengu málsverðum sem kórkonum og fylgdarsveinum þeirra var boðið upp á í ferðinni. Hér má sjá minningarbrot frá þessu eftirminnilega ferðalagi.
43
2
Kvennakór Hafnarfjarðar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar ánægjulegar samverustundir, stuðning og hlýhug á árinu sem er að líða. Við horfum með tilhlökkun til komandi árs þegar undirbúningur hefst af alvöru fyrir hátíðartónleika kórsins sem haldnir verða næsta vor til að fagna tuttugu ára afmæli kórsins. Hér má heyra Kvennakór Hafnarfjarðar flytja lagið Vetrarnótt eftir Ágúst Atlason, upptakan var gerð á síma á jólatónleikum kórsins í Víðistaðakirkju nú í desember.
16
Posts

Í gær var löng laugardagsæfing hjá Kvennakór Hafnarfjarðar. Hún fór fram æfingasal í Tónkvísl, gamla íþróttahúsinu við Lækjarskóla. Kórinn fékk til sín góða gesti á æfinguna, þau Antoníu Hevesi sem að venju lék ljúfa tóna á píanóið og Jón Rafnsson bassaleikara, en auk þeirra mun slagverksleikarinn Jóhann Hjörleifsson leika undir með kórnum á tónleikunum í vor. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að syngja með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í Hásölum þann 26. apríl.

Um síðustu helgi fór Kvennakór Hafnarfjarðar í æfingabúðir í Vatnsholt, skammt fyrir austan Selfoss. Þar dvaldi kórinn í góðu yfirlæti við leik og söng og naut góðs viðurgjörnings gestgjafa í Vatnsholti. Hvergi var slegið slöku við og var sungið allan laugardaginn og fram að hádegi á sunnudag. Það var gaman að sjá hvernig dagskrá vortónleikanna tók smám saman á sig skýrari mynd og alveg ljóst að kórstjórinn okkar, hún Erna, hefur svo sannarlega lagt sig alla fram við lagavalið fyrir komandi vortónleika.

Image may contain: 1 person, standing, sky and outdoor
Posts

Um næstu helgi er komið að árlegum æfingabúðum Kvennakórs Hafnarfjarðar sem að þessu sinni verða haldnar í gistihúsinu Vatnsholti, skammt fyrir austan Selfoss. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fara í æfingabúðir og hér má sjá nokkrar myndir frá æfingabúðum á Laugarvatni árið 2016. Á laugardagskvöldi tóku konur sér hvíld frá söngæfingum og brugðu sér í líki ýmissa frægra persóna. Við gerum ráð fyrir að þið þekkið þær allar?

Kvennakór Hafnarfjarðar sendir ykkur öllum bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Við þökkum ljúfar samverustundir og stuðning á árinu sem er að líða og hlökkum til að hitta ykkur á komandi ári.

Image may contain: 1 person, standing and indoor

Þó Kvennakór Hafnarfjarðar haldi ekki sérstaka jólatónleika þetta árið þá hafa kórkonur samt blásið rykið af jólalögunum og munu syngja þau á aðventunni á Syngjandi jólum í Hafnarborg, í Jólaþorpinu og víðar.
Njótið aðventunnar, kæru vinir.

Image may contain: 2 people, text

Tónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar og Kórs Öldutúnsskóla fóru fram í Víðistaðakirkju í gær á degi íslenskrar tungu. Fjölmenni var í kirkjunni og vill Kvennakór Hafnarfjarðar þakka öllum þeim góðu gestum sem glöddu kórana með nærveru sinni. Ennfremur eru Brynhildi Auðbjargardóttur og börnunum í Kór Öldutúnsskóla færðar bestu þakkir fyrir þeirra þátt í þessari skemmtilegu kvöldstund.

Framundan er svo aðventan með syngjandi jólagleði í Hafnarborg, jólaþorpinu og víðar.

Image may contain: one or more people, people standing and indoor
Image may contain: 3 people, people standing and indoor
Image may contain: 10 people, people smiling, people standing
Image may contain: 16 people, people smiling, people standing

Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra! - þannig hefst kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ásta. Yfirskrift tónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar á degi íslenskrar tungu er einmitt fengin úr þessu kvæði en dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert, á fæðingardegi þjóðskáldsins.

Í sama kvæði segir Jónas:

móðurmálið mitt góða...
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndi að veita.

Á degi íslenskrar tungu, eins og endranær, viljum við leggja rækt við móðurmálið okkar og í kvöld bjóðum við gestum að hlusta á ljúfa söngdagskrá þar sem allir ljóðatextar eru íslenskir.

Til hamingju með dag íslenskrar tungu, njótið kvöldsins með okkur.

See More

Þessar myndir voru teknar í gærkvöldi, á lokaæfingu fyrir tónleikana okkar sem verða í Víðistaðakirkju á morgun, 16. nóvember kl. 20:00. Tónleikarnir eru tileinkaðir íslenskri tungu og annað kvöld mun Kvennakór Hafnarfjarðar flytja fallega íslenska dagskrá ásamt yndislegum börnum úr Kór Öldutúnsskóla.

Við minnum ykkur á fjáröflunina fyrir búningasjóð Kórs Öldutúnsskóla, hægt er að styrkja kórinn með frjálsum framlögum á bankareikning 545-14-406004, kt. 671277-0159 en einnig verður tekið við framlögum á tónleikunum sjálfum.

Við hlökkum til að sjá ykkur og syngja fyrir ykkur annað kvöld.

Image may contain: 8 people, people standing and indoor
Image may contain: one or more people and indoor
Image may contain: one or more people and indoor

Við minnum á tónleikana okkar á fimmtudagskvöldið

Image may contain: 1 person, smiling, text
Kvennakór Hafnarfjarðar

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með tónleika í Víðistaðakirkju þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Tónleikarnir eru tileinkaðir móðurmálinu okkar og bera... yfirskriftina Ástkæra, ylhýra.

Það er okkur sönn ánægja að fá til okkar góða gesti á tónleikana, Kór Öldutúnsskóla ásamt stjórnanda kórsins, Brynhildi Auðbjargardóttur.

See More
Kvennakór Hafnarfjarðar updated their cover photo.

Í þættinum Kórar Íslands, 22. október 2017

Image may contain: one or more people, people standing, night and indoor

Á tónleikum Kvennakórs Hafnarfjarðar á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verða með okkur góðir gestir úr Kór Öldutúnsskóla. Eins og Hafnfirðingar vita þá hefur kórinn gegnt mikilvægu hlutverki í tónlistaruppeldi hafnfirskra barna. Kórinn var stofnaður árið 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Stofnandi hans var Egill Friðleifsson, mikill frumkvöðull í barnakórastarfi á Íslandi, en hann stjórnaði kórnum í fjóra áratugi. Frá árinu 2005 hefur Brynhildur Auðb...jargardóttir leitt kórinn.

Margir kannast eflaust við ljósbláa búninginn sem kórinn hefur klæðst í áratugi. Nú er orðið brýnt að endurnýja þennan klæðnað og hefur verið settur á fót sérstakur búningasjóður í þeim tilgangi. Hluti af innkomu tónleikanna þann 16. nóvember mun renna í búningasjóðinn en þeir sem vilja styrkja Kór Öldutúnsskóla með frjálsum framlögum geta lagt inn á bankareikning 545-14-406004, kt. 671277-0159.

See More
Image may contain: one or more people, people standing and outdoor

Kvennakór Hafnarfjarðar söng nokkur lög á á fjölmennu konukvöldi í verslunarmiðstöðinni Firði sl. fimmtudagskvöld.

Við erum stoltar af þátttöku okkar í keppninni Kórar Íslands og nú er Hårgalåten í flutningi Kvennakórs Hafnarfjarðar komið á YouTube.

Kvennakór Hafnarfjarðar syngur sænskt þjóðlag, Hårgalåten, í beinni útsendingu í þættinum Kórar Íslands á Stöð 2 þann 22. október 2017.
youtube.com

Kvennakór Hafnarfjarðar reynir alltaf að vekja athygli Hafnfirðinga á tónleikum og öðrum viðburðum kórsins. Nú í vikunni birtist þessi frétt í bæjarblaðinu okkar, Fjarðarfréttum.

Image may contain: one or more people and crowd

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með tónleika í Víðistaðakirkju þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu. Tónleikarnir eru tileinkaðir móðurmálinu okkar og bera yfirskriftina Ástkæra, ylhýra.

Það er okkur sönn ánægja að fá til okkar góða gesti á tónleikana, Kór Öldutúnsskóla ásamt stjórnanda kórsins, Brynhildi Auðbjargardóttur.

Image may contain: 1 person, smiling, text

Það var fjölmennt á langri laugardagsæfingu hjá Kvennakór Hafnarfjarðar. Það styttist í tónleika og í dag komu krakkarnir í Kór Öldutúnsskóla í heimsókn ásamt Brynhildi Auðbjargardóttur, stjórnanda kórsins.

Image may contain: 17 people, indoor
Image may contain: 15 people, people standing and indoor
Image may contain: 4 people, people smiling, people standing and indoor