Photos
Reviews
5.0
9 Reviews
Tell people what you think
Snjolaug Sveinsdottir
· November 20, 2017
frabært að vita að það seu avalt sveitir iviðbragðsstöðu fyri hjon er eiga 2syni a sjo
Jóhannes M Ingiþórsson
· November 3, 2017
Frábært að eiga björgunarsveitina að.alltaf tilbúnir
Videos
Flugeldasýning Ljósanótt 2014
56
5
Starf Björgunarsveitarinnar Suðurnes
2
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
3
Posts

Það var blautur dagur hjá okkur í bjögunarsveitinni í gær.
Hann byrjaði klukkan 4 um nóttina þar sem við vorum kölluð út til að draga vélavana bát skammt frá Sandgerði, við vorum komin aftur heim rétt fyrir sjö um morguninn til að fara í vinnu og skóla. Seinna um daginn fóru bæði báta fólk og kafara að æfa sig. Kafarar sökktu sér svo mikið í æfinguna að þeir gleymdu að taka myndir. En bátafólkð æfði fjörulendingu og flutning á liggjandi frá fjöru.

Reykjanesbrautin er lokuð. Hviður uppá 31m/sek...ekkert ferðaveður!

Posts
Björgunarsveitin Suðurnes updated their cover photo.
January 24
Image may contain: ocean, water and outdoor

Um síðustu helgi var nóg að gera Björgunarsveitinni Suðurnes. Til að byrja með þá fóru fjórir félagar okkar fóru á endurmenntun fyrir leiðbeinendur í fyrstuhjálp í Reykjavík og eru núna búin að uppfæra fræðin sín. Leitarhundurinn okkar hún Aska dró björgunarmanninn sinn upp í Bláfjöll þar sem hún æfði sig í að leita í snjó og er núna einu skrefi (eða þefi) nær því að verða fullgildur leitarhundur og svo voru nýliðarnir okkar á snjóflóðanámskeiði einnig í Bláfjöllum og stóðu sig með prýði. Svo á laugardagskvöldinu var síðan þorrablót í Garðinum þar sem við aðstoðuðum björgunarsveitina Ægi við gæslu en það gerum við á hverju ári og er orðin skemmtileg hefð. Læt nokkrar myndir frá Bláfjöllum fylgja með þar sem nóg var að snjó og mikið mokað

Suðurnesja lognið stefnir hratt að okkur og þá þarf að passa að allt laust sé annaðhvort kirfilega fest eða sett inn.

Við erum á vaktinni eins og alltaf og ef eitthvað kemur uppá þá hringið þið í 112.

Image may contain: text
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Allir standi klárir að þessu. Suðurnesjalognið mun fara hratt yfir síðdegis í dag.

Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í flugelda.
Við verðum með opið í dag frá 16:00 til 20:00 og á morgun frá 14:00 til 20:00, og erum staðsett á Holtsgötu 51.

Gleðilegt ár kæru Suðurnesjamenn

Við þökkum fyrir stuðninginn á liðnu ári og vonum að árið 2018 verði ykkur gæfuríkt.

Hér eru vinningshafar í facebook leikjunum að taka á móti vinningunum ásamt sjálfboðaliðum björgunarsveitarinnar. Óskum þeim öllum til hamingju og þökkum ykkur öllum fyrir þátttökuna.

Image may contain: 2 people, people smiling, people standing and indoor
Image may contain: 3 people, people smiling
Image may contain: 2 people, people smiling, people standing

Árið hefur verið viðburðarríkt. Við treystum á ykkur kæru bæjarbúar. Flugeldamarkaður björgunarsveitarinnar verður opinn til 16 í dag.

It looks like you may be having problems playing this video. If so, please try restarting your browser.
Close
14,773 Views
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitir okkar fjármagna starfið með margvíslegum hætti en flugeldasalan er langmikilvægust og skiptir sköpum til að viðhalda þessu öfluga öryggiskerfi okkar Íslendinga.

Siggeir Pálsson byrjaði nýliðastarf sitt í Björgunarfélagi Vestmannaeyja 1990 en kom til Njarðvíkur og kláraði nýliðastarfið hjá Hjálparsveit Skáta Njarðvík sem síðar varð að Björgunarsveitinni Suðurnes. Hann kom inn sem félagi árið 1992 og hefur starfað síðan þá nær óslitið. Eins og sést á myndinni er enginn breyting á manninum þó árin séu nokkur.

Siggeir er mikill sjóhundur og elskar að starfa í nálægð við björgunarbáta og skip. Hann er skipstjóri á Hannesi Þ Hafstein frá ...Sandgerði og leiðbeinandi í björgunarmálum á sjó. Hann hefur kennt mörgum nýliðanum hvernig bregðast eigi við á harðbotna bát og slöngubát. Siggeir er einnig mikill fyrstuhjálparmaður og elskar að grúska í tækjum og tólum. Hann er einnig höfundur margar ljósanæturflugeldasýningana enda er Siggeir skotstjóri flugeldasýninga. Siggeir vinnur þetta allt i sjálfboðavinnu.

Siggeir starfar sem tæknimaður hjá Kaffitár í Reykjanesbæ við að grúska í kaffivélum fyrirtækisins. Kaffitár hefur staðið vel við bakið á honum þegar að kemur til útkall og viljum við þakka Kaffitári fyrir það.

Siggeir verður á vappi í flugeldamarkaði björgunarsveitarinnar í dag. Endilega koma og kíkja á úrvalið og kasta á hann kveðju ef þið sjáið hann.

See More
Image may contain: 1 person, standing, shoes and outdoor
Image may contain: 1 person, outdoor

Við höfum nú þegar opnað sölustað okkar á Holtsgötu 51 og ætlum okkur að hafa opið til kl 16 í dag. Kíktu við og skoðaðu úrvalið. Enn er nóg til að flottum flugeldum til að fagna áramótum.

Vertu með öryggið á hreinu. Förum vel yfir leiðbeiningar áður en við skjótum upp flugeldum. Við minnum svo á að hægt er að fá öryggisgleraugu hjá okkur til að vera með yfir áramótin.

No automatic alt text available.

Marteinn Eyjólfur Þórdísarsson byrjaði í Unglingadeildinni Kletti 2013. Eftir að hann byrjaði þá hefur hann fengið björgunarsveitarbakteríuna. Hann varð félagi í björgunarsveitinni árið 2015.

Marteinn eða Matti eins og hann er alltaf kallaður hefur brennandi áhuga á bílum og tækjum enda er hann formaður tækjaflokks og sér til þess að floti sveitarinnar sé alltaf til taks þegar á þarf að halda. Matti starfar einnig í sjóflokk og fyrstuhjálparflokk og stundar æfingar stíft bæð...i á sjó og landi. Þetta gerir Matti allt í sjálfboðavinnu.

Matti stundar nám í Fjölbrautarskóla Suðurnesja og með því vinnur hann sem pizzabakari hjá Dominos Pizza.

Matti er sölustjóri flugeldamarkaðarins okkar á Holstgötunni og verður hér í sölu á morgun. Endilega kastið á hann kveðju þegar að þið komið að versla.

See More
Image may contain: 1 person, smiling, standing, mountain, sky, outdoor and nature
Image may contain: 1 person, outdoor and water

Í síðasta leiknum okkar í ár ætlum við að gefa fjölskyldupakkann Trausta og skottertuna Gretti.

Til þess að vera með þarftu að setja í komment hér að neðan hver opnunartíminn er á morgun Gamlársdag í flugeldasölunni okkar að Holtsgötu 51.

Drögum út einn heppinn vinningshafa á morgun 31. des kl 12

Image may contain: 1 person

Bjarni Rúnar Rafnsson hefur starfað í björgunarsveit í þónokkur ár. Bjarni byrjaði að starfa með Björgunarsveitinni Ægi í Garði árið 1989 en hefur starfað með Börgunarsveitinni Suðurnes síðan árið 2003. Hann hefur einnig starfað með Björgunarsveitinni Mannbjörg í Þorlákshöfn og Börgunarfélagi Hornafjarðar.

Bjarni er formaður björgunarsveitarinnar og starfar aðalega í sjóflokki og fyrstuhjálparflokki. Hann Bjarni er einnig áhafnarmeðlimur á björgunarskipinu Hannes Þ Hafstein. ...Allt vinnur hann þetta í sjálfboðavinnu.

Bjarni hefur mikinn áhuga á því að sinna fólki enda hefur hann það að atvinnu. Bjarni starfar sem slökkviliðs og sjúkraflutningarmaður hjá Brunarvörnum Suðurnesja.

Bjarni hefur alltaf verið kallaður stríðnispúkinn í hópnum.

Bjarni verður á vappi í flugeldamarkaðnum hjá okkur á Holtsgötunni í kvöld og á morgun milli þess sem hann er á vaktinni á sjúkrabílnum. Endilega kastið á hann kveðju ef þið sjáið hann.

See More
Image may contain: 1 person, standing

Kæru vinir. Við höfum verið að fá ábendingar um þá sem vilja styrkja okkur og hafa ekki möguleika á að koma á sölustaði. Við erum með lausn við því. Ef þú vilt styrkja okkur þá er hægt að fara inn á www.landsbjorg.is/vefposi

Þar á síðunni þarf að velja svæði 2 og svo Björgunarsveitina Suðurnes.

Lausnin er einföld og þægileg.

...

Við getum að sjálfsögðu aðstoðað ef þú þarf. Hentu þá á okkur skilaboðum.

See More
Við stofnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2. október 1999 urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á Íslandi með um 18 þúsund félögum.
landsbjorg.is