Photos
Posts

Við hvetjum öll til að mæta á þennan fund á morgun! #fokkofbeldi

MAY30
Tue 2:00 PM UTCRáðhús Reykjavíkur
75 people interested
Posts

"Við höfum barist svo lengi
fyrir ótal sjálfsögðum hlutum
að baráttan í sjálfu sér
er orðin sjálfsagður hlutur.
En við biðjum ykkur stelpur,...
að halda alltaf áfram,
að gleyma ekki skiltunum
sem stóðu upp úr göngum
að gleyma aldrei konunum
sem hrópuðu í myrkri
að gleyma síst öllum stelpunum
sem voru dónar og tíkur og fyrir. "

Höldum baráttunni áfram og gleðilega hátið!

See More
Turn on English and Icelandic subtitles with the CC button Producer: Andvari Productions Sponsored by: Reykjavíkurborg Poem by: Una Torfadóttir Dance by: Dag...
youtube.com
Image may contain: 3 people, people on stage and people playing musical instruments
KÍTÓN - konur í tónlist is with Thordis Claessen.

YFIRLÝSING FRÁ KÍTÓN
- af aumingjavæðingu tónlistarkvenna

Á fimmtudaginn sl. voru Íslensku tónlistarverðlaunin afhent fyrir þá tónlist sem stóð uppúr á árinu 2...016.

Opnunaratriði hátíðarinnar var flutt af rapphópnum Reykjavíkurdætur, en á sviðinu með þeim var fjöldinn allur af tónlistarkonum sem er starfandi á Íslandi. Hugmyndin með atriðinu var að hrekja þá fullyrðingu sem heyrist í sífellu að konur séu svo fáar í bransanum og að þær séu annaðhvort ekki til í að koma fram vegna óframfærni eða ekki nægilega góðar til þess að koma fram/aðrir einfaldlega betri en þær.

Lagið sem var flutt í gær ,,Kalla mig hvað?" fjallar um öll þau kynbundnu ummæli sem Reykjavíkurdætur hafa fengið eftir að þær stigu inn á karllægt svæði rappsins. Ummæli sem beinast helst að kynferði þeirra, en rappið er einmitt tónlistarstefna sem hingað til hefur komist upp með niðrandi og hlutgerandi orðræðu í garð kvenna.

Karlar báru sigur í flestum flokkum Íslensku tónlistarverðlaunanna nema þegar kom að popplagi ársins en þar bar lagið I'll Walk with you eftir Hildi, sigur úr býtum. Lag sem fékk gífurlega spilun á útvarpsstöðvum landsins og náði á topplista allra stöðva nema X-ins, eðli málsins samkvæmt.

Í kjölfarið ræddu félagarnir í Harmageddon niðurstöður verðlaunanna en hér verður farið yfir ummæli þáttastjórnanda Harmageddon í garð tónlistarkvenna og þeim svarað út frá reynslu af starfi kvenna í bransanum, eitthvað sem þáttastjórnendur hafa aldrei upplifað.

Það er gaman frá því að segja að á sama degi og þeir félagar tjá sig um málið í útvarpsþætti sínum, fær KÍTÓN styrk frá Tónlistarsjóði Íslands vegna útvarpsþátta KÍTÓN á X-inu, en velgjörðarmenn og komandi samstarfsmenn KÍTÓN að þessu verkefni eru einmitt áðurnefndir þáttastjórnendur Harmageddon.

En lítum aðeins á ummælin:

1) Þattastjórnandi spyr félaga sinn hvort hann sé ekki í félaginu Karlar í tónlist í hæðnistón.

Tónlistariðnaðurinn eins og hann leggur sig er félag karla í tónlist, en nánast hvar sem þú stígur niður fæti innan iðnaðarins eru karlar í miklum meirihluta. Hlutverk félags kvenna í tónlist er að reyna að rétta þessa skekkju, bæta aðgengi kvenna að iðnaðinum, skapa tengslanet kvenna á milli og tryggja sýnileika tónlistarkvenna út í iðnaðinn allan. Ekki er því eins rík þörf á sérstöku félagi karla í tónlist, en að sjálfsögðu er allur félagsskapur af hinu góða og hið besta mál.

2) Þáttastjórnandi segir lyktina af sigri Hildar vera að Hildur hafi unnið þetta einungis vegna þess að hún sé kona, og að það sé ekki konum til framdráttar að aumingjavæða þær á þennan hátt.

Við biðjum þáttastjórnanda vinsamlegast að leggja ekki konum orð í munn um hvað sé okkur til framdráttar og hvað til aumingjavæðingar. Það segir sig sjálft að sá sem ekki hefur upplifað það á eigin skinni hvernig er að vera kona í tónlist er einfaldlega ekki bær um að skilgreina það hvenær sé verið að útskúfa og gera lítið úr.

Þegar karlmaður talar um aumingjavæðingu, er það yfirleitt til þess að þagga niður í konum og öðrum röksemdum sem styðja málstaðinn. Verður þá að telja augljóst að viðkomandi ber ekki hag kvenna í brjósti og þykir okkur mótsögn að halda öðru fram. Við mælum með skrifum karlkyns kollega (skynjum það þannig að þeir vilji öðru fremur hlýða á rök annarra karlmanna), Arnars Eggerts Thoroddsen og Árna Matthíassonar, sem hafa krufið þessi mál tónlistarbransans með aðdáunarverðum hætti.

3) Í þættinum er talað um að þó lagið sé frekar léleg lagasmíð, og textasmíð jafnvel síðri, þá sé pródúseringin góð, enda hafi hún verið unnin af karlinum Loga Pedro. Þáttastjórnandi bætir við að það hafi ábyggilega einhver strákur hjálpað Hildi með þetta.

Logi Pedro hefur hrakið þessa fullyrðingu í nýlegum status sínum á FB.

Hér er algjörlega verið að gera lítið úr hæfni tónlistarkvenna og þeirri hugmynd viðhaldið að konur kunni ekkert þegar kemur að tækni. Hér er nákvæmlega verið að koma inn á það sem Björk (sem þáttastjórnandi notar sem rök fyrir því að konur eigi jafnan aðgang að iðnaðinum) talaði um í viðtali sínu við Pitchfork að karlar hljóti ,,credit” fyrir verk hennar. Tónlistarkonur upplifa í sífellu að gengið sé út frá því að karlar eigi heiðurinn af tón- og hugverkum þeirra.

Þetta má líka sjá þegar kemur að Íslensku tónlistarverðlaununum að konur fá nær aldrei tilnefningu sem laga- eða textahöfundur. Það er ekki gengið út frá því að þær séu snillingarnir á bakvið verkin.

4) Þáttastjórnandi talar um líffræðilegan mun kynjanna, og segir femínista ekki viðurkenna hann nema þegar kemur að umtali um bankakerfið eða loftslagsmál.

Við erum öll ólík líffræðilega en hluti af því að alast upp í nútímasamfélagi gerir það að verkum að reynsla kvenna og karla, sem er afar ólik, mótar það hvernig við sjáum heiminn og bregðumst við honum. Hvatvísi karla er ekki meðfædd öllum körlum alveg eins og óframfærni er ekki meðfædd öllum konum. Samfélagið okkar hefur mótandi áhrif á okkur og það framleiðir flest það sem aðgreinir kynin.

5) Þáttastjórnandi talar um að líffræðilega séu strákar betur til þess fallnir að spila á trommur og gengur út frá því að stelpur séu síðri, fyrir utan það að hafa ekki áhuga á því.

Hér er hægt að spyrja hvaða trommara sem er hvað það er sem gerir trommara að góðum trommara. Ef það væri hinn líffræðilegi styrkur er nokkuð víst að FÍH byði upp á lyftingatíma í sínu trommunámi.

Við mælum með því að þáttastjórnendur rýni vel og lengi í meðfylgjandi mynd af Thordis Claessen að lemja húðirnar á stórtónleikum í Eldborg.

6) Að þáttastjórnandi tali um Björk sem sönnun þess að konum sé ekki mismunað í tónlist er algjörlega fráleitt þar sem Björk tjáði sig nýverið um þá mismunun sem hún hefur orðið fyrir.

KÍTÓN óskar eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra þegar kemur að jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar.

Stjórn KÍTÓN

See More

Ætla ekki örugglega öll að mæta?

JAN21
Sat 2:00 PM UTCArnarhóllReykjavík, Iceland
757 people interested

Til hamingju með 101 árs afmæli kosningaréttar kvenna

Una Hildardóttir, talskona Femínistafélagsins flytur erindi á málþingi um málefni trans fólks í dag klukkan tvö.

NOV20
Fri 2:00 PM UTCRáðhús ReykjavíkurReykjavík, Iceland
170 people interested

Femínistafélagið mælir með sýningunni "Þöggun" sem sýnd er í leikhúsinu á Möðruvöllum.

Image may contain: 3 people, text

Við hvetjum alla til þess að skrifa undir þennan lista!

Nú í október kemur stórmyndin Suffragette í kvikmyndahús erlendis. Myndin segir frá baráttu breskra kvenna fyrir kosningarétti og skartar stjörnum á borð við Helena Bonham Carter, Carey Mulligan og Meryl Streep. Fyrstu dómarnir lofa góðu: ,,a valuable, vital film about how human rights are won." ***…
change.org

Fyrir áhugasama er hægt að skrá sig í félagið hér. Við erum að byggja upp nýtt félagatal og biðjum bæði gamla og nýja félaga að skrá sig!

Skráning í FÍ
feministafelag.wordpress.com

Aðalfundur FÍ verður haldinn 29. september næstkomandi að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Áhugasöm um að taka þátt í starfinu á komandi ári geta haft samband við ráð FÍ á facebook síðu félagsins.

Dagskrá fundarins...
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
5. Kosning í ráð.
6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Lagabreytingar.
9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsárs.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

See More
SEP29
Tue 5:00 PM UTCKvennaheimilið HallveigarstaðirReykjavík, Iceland
91 people went

Dagskrá fundarins
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir....
5. Kosning í ráð.
6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Lagabreytingar.
9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsárs.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

See More
No automatic alt text available.

"Konur taka nú byltinguna skrefinu lengra, hún byrjaði í lokuðum hópi þar sem konur gátu fengið stuðning frá hverri annarri. Því næst breyttum við prófíl-myndunum okkar á facebook og nú boðum við til í mótmælastöðu á Austurvelli 19. júní klukkan 16:00, með gul og appelsínugul andlit. Við höfum burðast með þetta einar og ekki talað um þetta í hundruði ára.

Okkur er nauðgað, við verðum fyrir kynferðisofbeldi en nú stöndum við keikar og segjum frá, skömmin er ekki okkar."

Byltingin á bjútí-tips hefur haft áhrif á samfélagið okkar. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með konum og stúlkum stíga fram og segja sína sögu. Sögurnar er vissulega ljótar og erfiðar en það e...
konurtala.wordpress.com
Amnesty International er alþjóðleg mannréttindahreyfing. Við erum rúmlega 3 milljónir, venjulegt fólk sem berst fyrir þá sem ekki fá notið réttlætis og frelsis.
netakall.is
Umræða um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum hefur verið kraftmikil í lokaða hópnum Beauty tips á Facebook. Hundruð kvenna hafa stigið fram og sagt sögu sína og það varð til þess að Edda Ýr Garðarsdóttir vildi freista þess að myndgera vandann og stendur nú fyrir átaki á samfélagsmiðlunum sem fels…
kvennabladid.is