Photos
Videos
Kosningar 2016
15
Frambjóðendur
8
Undirbúningur fyrir kosningarhátíð XD
6
1
Posts

Hlökkum til að sjá ykkur 🐣🐣

Image may contain: flower, text and nature
Garðar
2 hrs

Páskaeggin komin í hús hlökkum til að sjá ykkur á morgun laugardag

Image may contain: 1 person
Posts
Garðar
3 hrs

5. sæti skipar Jóna Sæmundsdóttir 59 ára

Starf: Lífeindafræðingur og hef starfað síðastliðin 20 ár hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem ég er forstöðumaður einnar af þremur rannsóknardeildum fyrirtækisins. Áður á Landspítalanum Fossvogi. Bæjarfulltrúi frá 2014

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum: ...
Formaður stjórnar Bókasafns Garðabæjar 1998-2002, formaður menningar- og safnanefndar 2002-2010, formaður forvarnarnefndar 2010-2014. Varabæjarfulltrúi 2010-2014.
Ég hef verið bæjarfulltrúi frá 2014 og formaður umhverfisnefndar frá 2014 og þetta árið forseti bæjarstjórnar. Með börnunum hófust afskipti af málefnum Stjörnunnar og starfaði ég fyrir handknattleiksdeild Stjörnunnar 1997-2003. Er félagi í Rotaryklúbbnum Hofi í Garðabæ.

Áhugamál og hvað er skemmtilegt:
Samverustundir með fjölskyldu og vinum, ferðalög bæði innanlands og erlendis. Hef farið í nokkrar hjólaferðir erlendis sem ég hef heillast af síðustu ár, dútla líka við að spila golf. Gönguferðir ekki síst í okkar frábæra nærumhverfi eru ómissandi.

Hvað skiptir máli:
Góð heilsa, rækta og halda vel utan um sína nánustu.
Umhverfið sem við búum í er orðinn vaxandi þáttur í lífsgæðum fólks. Í Garðabæ eigum við einstakar útivistarperlur og náttúru sem eru mikil verðmæti. Það eru áhugaverð og krefjandi verkefni framundan þar sem okkar einstaka umhverfi er í forgrunni. Á undanförnum árum hefur vægi umhverfismála í þjóðfélaginu aukist jafnt og þétt og því mikilvægt að það verði vandað til verka og að Garðabær verði í fararbroddi í umhverfismálum á komandi árum. Að viðhalda góðum bæjarbrag og veita góða þjónustu er mikilvægt og þarf að huga vel að í stækkandi bæjarfélagi. Og ekki má gleyma að sterk fjárhagsstaða og aðhald í fjármálum er undirstaða alls.

See More
Image may contain: 1 person, smiling

6. sætið skipar Almar Guðmundsson, hagfræðingur og MBA.

Almar (45 ára) er bæjarfulltrúi og hefur á kjörtímabilinu m.a. setið í starfshópum um undirbúning og framkvæmd byggingar fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Almar er framkvæmdastjóri Krítar fjármögnunarlausna, sem er nýtt fyrirtæki á sviði veltufjármögnunar fyrir fyrirtæki. Áður starfaði Almar um þriggja ára skeið sem framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og þar áður sem framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í fimm ár. Han...

Continue Reading
Image may contain: 1 person, suit

12. sæti skipar Þorri Geir Rúnarsson, 22ja ára gamall Garðbæingur.

Starf og starfsferill:

Ég er á öðru ári í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Samhliða náminu stunda ég knattspyrnu með meistaraflokki Stjörnunnar og hef gert frá því ég man eftir mér. Ég hef unnið fjölmarga titla með Stjörnunni en Íslandsmeistaratitillinn sem við í meistarflokki unnum árið 2014 stendur upp úr. Auk þess hef ég spilað með U21 árs landsliði Íslands.

...

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum:

Ég tók við sem formaður Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, í haust. Við í stjórn Hugins höfum staðið fyrir nokkrum viðburðum og tekist vel til. Ég hlakka til að takast á við fleiri verkefni með þeim og reyna að vekja um leið áhuga ungs fólks á starfinu.
Undanfarin ár hef ég séð um fjáraflanir fyrir æfingaferðir hjá meistaraflokki karla í Stjörnunni.
Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt:Ég æfi fótbolta eins og kemur fram hér að ofan, en það er mitt helsta áhugamál. Ég fylgist vel með íþróttum og hef mikinn áhuga á þeim. Auk þess finnst mér mjög gaman að fara á skíði.

Hvað skiptir máli:

Það skiptir máli að við sjálfstæðismenn höldum áfram að byggja upp bæinn okkar og leggjum þá sérstaka áherslu á að auka framboð af lóðum undir íbúðir fyrir ungt fólk. Ég er hinn dæmigerði ungi maður í sambúð með kærustunni minni, móður, föður, bróður og svilkonu og það er bara eitt baðherbergi. Þó það sé gaman í kotinu hjá okkur gengur þetta ekki til lengdar fyrir gamla settið, þess vegna þurfum við að leysa þennan vanda sem fyrst.

Að sama skapi skiptir máli að við hlúum vel að íþróttafélögunum í bænum og búum þannig um hnúta að þau geti áfram keppt um titla í sem flestum greinum, auk þess sem þau stuðli að almennri hreyfingu meðal bæjarbúa.

Tryggja þarf að skólarnir í bænum verði ævinlega í fremstu röð og sambærilegir við bestu skóla erlendis. Þannig getum við haldið áfram að laða toppfólk til bæjarins.

Bæjarstæði Garðabæjar er einstaklega fallegt, með útsýni yfir Arnarnesvoginn þar sem jökulinn ber við loft á góðum dögum og sólin sígur í sæ á sumrin. Vanda þarf alla uppbyggingu við voginn og sjá til þess að svæðið njóti sín sem best. Í hina áttina er Vífilsstaðavatn og Heiðmörk. Þessum útivistarsvæðum þarf að sinna vel enda snar þáttur í vellíðan bæjarbúa að geta notið þess að fara þar um.

See More
Image may contain: 1 person

Sjálfstæðisfélag Garðabæjar stendur fyrir sínum árlega páskaleik fyrir börn á öllum aldri laugardaginn 24. mars á Garðatorgi. Mæting er kl. 11:00 fyrir framan félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins að Garðatorgi 7.
Leitað verður að litlum bláum smáeggjum á torginu og börnin fá súkkulaðiegg að launum fyrir þrjú smáegg. Í félagsheimilinu verður vel tekið á móti gestum með góðum veitingum.

MAR24
Sat 11:00 AM UTCGarðatorgi 7
29 people going

Já Garðabær er með og þú líka

It looks like you may be having problems playing this video. If so, please try restarting your browser.
Close
Posted by Garðabær
1,720 Views
1,720 Views
Garðabær

Ný leið til að flokka plast á þægilegan máta!

Íbúar í Garðabæ geta nú sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna (orkutunnuna).
Við mælum með þessu skemmtilega myndbandi frá Sorpu sem útskýrir leiðina sem plastið fer.

Gunnar Einarsson, 63 ára. Bæjarstjóri og oddviti

Starf og starfsferill:
Hef verið bæjarstjóri Garðabæjar frá árinu 2005. Áður var ég forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar eða frá 1995. Þar áður var í íþrótta- og tómstundafulltrúi Garðabæjar eða frá 1980 til 1995. Hef einnig kennt stjórnun menntamála og opinbera stjórnsýslu við Háskóla Íslands með jöfnu millibili. Á árunum 1975-1980 var ég atvinnumaður í handknattleik í Þýskalandi.

...

Félagsmál og þátttaka í stjórnmálum:
Hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá fermingu og setið í mörgum nefndum á vegum flokksins s.s. framtíðarnefnd og menntamálanefnd. Hef verið oddviti Sjálfstæðismanna í Garðabæ sl. 4 ár. Hef setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sl. 12 ár. Var formaður Fimleikasambands Íslands í 4 ár. Sat í háskólaráði HÍ í 4 ár. Þjálfaði meistaraflokka Stjörnunnar (karla) í handknattleik í samtals 10 ár, auk þess að þjálfa unglingalandslið Íslands í handknattleik í nokkur ár.

Áhugamál, hvað finnst þér skemmtilegt:
Að spila golf, skógrækt í sumarbústaðarlandinu, veiði, íhugun og lestur góðra bóka. Skíðafrí með stórfjölskyldunni er líka skemmtilegt og gefandi.

Hvað skiptir máli:
Allt skiptir máli sérstaklega núið. Kærleikur, traust og heiðarleiki eru gildi sem vert er að hafa að leiðarljósi að mínu mati.

Eitthvað annað:
Fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að móta samfélagið Garðabæ og þjóna íbúum þess.

See More
Image may contain: 1 person, smiling, eyeglasses and closeup

Stjórnmálaályktunina má finna hér.

43. landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti stjórnmálaályktun í lok fundarins. Stjórnmálaályktunina má finna hér.
xd.is

2. sætið skipar Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og MBA

Sigríður Hulda (53 ára) er bæjarfulltrúi, situr i bæjarráði og er formaður skólanefndar grunnskóla. Hún var forseti bæjarstjórnar hluta af núverandi kjörtímabili og er varamaður í stjórn strætó. Á síðasta kjörtímabili var hún formaður skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar. Sigríður Hulda rekur eigið fyrirtæki, SHJ ráðgjöf, sem sérhæfir sig í stjórnun, stefnumótunar- og gildavinnu auk fræðslu fyrir fyri...

Continue Reading
Image may contain: 1 person, smiling, closeup

Flottur hópur úr Garðabæ á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, takk fyrir okkur

Image may contain: 3 people, people smiling, people standing and crowd

Takk fyrir helgina kæru vinir, hér eru úrslitin

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina.
mbl.is

3. sæti skipar Sigurður Guðmundsson 47 ára

Starf og starfsferill:

Í dag starfa ég sjálfstætt og rek fyrirtæki sem annast ráðgjöf í greiðslumiðlun. Ég starfaði samhliða námi á Lögfræðistofu Suðurnesja hf. frá 1994 til 1996 og síðan sem löglærður fulltrúi til 1998. Lögfræðingur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins síðar Íbúðalánasjóði frá 1998 til 2000. Deildarstjóri Innheimtudeildar Tollstjórans í Reykjavík frá 2000 til 2002. Innheimtustjóri Kreditkorts hf. ( nú Borgun) frá 2002,...

Continue Reading
Image may contain: 1 person, smiling, standing

13. sæti skipar Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir

Lilja Hrund er 18 ára gömul og nemi við alþjóðabraut í Verzlunarskóla Íslands. Hún kemur til með að útskrifast þaðan á næstkomandi kjördag og stefnir síðan á lögfræðinám við Háskóla Íslands í haust.

Í Verzló hefur Lilja heldur betur látið til sín taka í félagsstörfum. Hún hefur setið í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins öll árin sín en síðasliðið ár hefur hún þess að auki setið í stjórn NFVÍ sem ritstjóri blaðsins.

...

Lilja brennur fyrir mannréttindum og velferð barna, en hún er formaður Ungmennaráðs UNICEF á Íslandi og hefur setið í ráðinu frá því í ágúst 2014. Lilja hefur tekið virkan þátt í margvíslegum verkefnum fyrir hönd ungmennaráðsins, m.a. árið 2014 þegar hún hitti þáverandi ríkisstjórn á ríkisstjórnarfundi ásamt fulltrúum annarra hagsmunasamtaka, en þar talaði hún um geðheilbrigðismál. Þá hafði enginn verið boðinn á ríkisstjórnarfund nema seðlabankastjóri árið 2008, rétt eftir hrun.

See More
Image may contain: 1 person, smiling, standing and outdoor

Til Landsfundarfulltrúa.

Kæru Sjálfstæðismenn úr Garðabæ sem eruð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Við viljum vekja athygli ykkar á því að í framboði á fundinum eru félagar okkar úr Garðabæ. Við hvetjum landsfundarfulltrúa úr Garðabæ til að veita þeim brautargengi í þeim kosningum þannig að sem flestir Garðbæingar nái kjöri sem trúnaðarmenn flokksins.

...

Kærar kveðjur,
Stjórnir fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna, Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Hugins f.u.s.

See More