Photos
Videos
Úr útsæ rísa Íslandsfjöll verður tekið með tilþrifum karlakórsins og lúðrasveitarinnar à vortónleikunum 13. og 15. maí.
26
6
Nú fer alveg að koma að þessu. Vortónleikar KKK eru núna á þriðjudaginn 13. og svo aftur á fimmtudaginn 15. maí og hefjast þeir klukkan 20:30. Ertu ekki örugglega búinn að tryggja þér miða?
7
Sestu hérna hjá mér ástin mín er eitt af sameiginlegu lögunum. Hér er smá brot :)
2
Posts

Kæru vinir. Þar sem æfingar hafa dregist svolítið hjá okkur vegna veikinda þá langar okkur til að hvetja alla þá sem hafa verið að hugsa um að skella sér í kór, að láta verða af því núna. Nú er góður tími þar sem við erum skammt á veg komnir með vorprógrammið og stefnan er að fara í söngferðalag út fyrir landsteinana á næsta ári þannig að ef menn koma inn núna þá verðum við búnir að syngja okkur vel saman áður en kemur að ferðalaginu. Þess vegna skorum við á nýja menn að koma til okkar og einnig væri gaman að sjá fyrrum félaga aftur reglulega. Æfingar eru kl. 19:30 á mánudögum og fimmtudögum í KK salnum. Vegna endurbóta á salnum verður næsta æfing þar mánudaginn 12. febrúar.

Heilir og sælir kæru fésbókarvinir. Í kvöld kl. 19:30 verður æfing hjá kórnum og nú erum við að byrja að æfa lögin sem við ætlum að flytja fyrir ykkur í vor. Ef þú hefur góða söngrödd sem passar vel í karlakór þá þætti okkur virkilega vænt um að sjá þig og heyra í kvöld eða á næstu æfingum. Ef þú ert ekki viss um hversu góð röddin er, komdu samt og leyfðu stjóranum að heyra. Æfingar eru alltaf á mánudögum og fimmtudögum kl. 19:30.

Posts

Kæru vinir. Nú hefur árið 2017 bráðum runnið sitt skeið til enda. Þetta er búið að vera viðburðarríkt ár hjá kórnum. Árið 2016 vorum við svo heppnir að fá stórsöngvarann Jóhann Smára Sævarsson til þess að stjórna okkur og hefur hann komið með mikinn drifkraft inn í kórstarfið. Hann stóð að uppsetningu á Hollendingnum fljúgandi í Hljómahöll síðasta vor og var óperan rokkuð hressilega upp. Við fengum að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og höfðum gaman af. Svo voru náttúru...lega okkar hefðbundnu vortónleikar, við sungum svo við guðsþjónustu á sjómannadaginn í Grindavíkurkirkju og þykir okkur alltaf jafn vænt um að fá að taka þátt í hátíðarhöldum Grindvíkinga á sjómannadaginn. Einnig er alltaf gaman að mæta í skrúðgarðinn á þjóðhátíðardaginn og flytja þjóðsönginn okkar fagra.
Svo kom ljósanótt og við tókum lagið í Duus húsum eins og venja er. Í september vorum við með opnar æfingar þar sem nýir söngmenn voru boðnir velkomnir. Lán okkar var mikið í haust þar sem margir nýir menn komu í kórinn og eiga þeir eftir að styrkja okkur þegar fram í sækir. Einnig komu nokkrir fyrrum félagar aftur eftir smá pásu. Næsta verkefni var að taka á móti Harmoníum kórnum úr Árbænum og héldum við tónleika með þeim í Duus húsum og buðum þeim svo að þiggja veitingar í KK salnum að tónleikum loknum. Síðan þekktumst við boð Karlakórsins Stefnis úr Mosfellbæ um að taka þátt í kóramóti þeirra og var þar mikið fjör. Lokaverkefni ársin voru svo okkar árlegu Kertatónleikar og í þetta sinn fengum við okkar yndislega Kvennakór Suðurnesja til þess að syngja með okkur.
Það gleður okkur alltaf jafn mikið kæru vinir hvað þið eruð dugleg að mæta á þessa viðburði okkar og það hvetur okkur áfram í því að bæta okkur og skila betri frammistöðu í hvert sinn sem við komum fram. Vonandi eigum við eftir að sjá ykkur öll á tónleikum okkar á komandi ári.
Nú förum við bráðlega að hefja æfingar fyrir vortónleikana 2018 þannig að núna er virkilega góður tími fyrir þá menn sem eru búnir að vera lengi að hugsa um að prófa að syngja í kór að skella sér á æfingar með okkur. Við byrjum aftur eftir jólafrí þann 8. janúar kl. 19:30 og æfum alltaf á mánudögum og fimmtudögum á þessum tíma.
Karlakór Keflavíkur óskar ykkur gleðilegs og gæfuríks árs og þakkar ykkur kærlega fyrir auðsýndan áhuga og velvild á liðnu ári.

See More
DEC6
Wed 8:30 PM UTCYtri-Njarðvíkurkirkja
29 people went

Miðar fást í forsölu hjá kórfélögum og við innganginn.

DEC6
Wed 8:30 PM UTCYtri-Njarðvíkurkirkja
29 people went

Næstkomandi laugardag þann 4. nóvember mun Karlakór Keflavíkur taka þátt í kóramóti í Mosfellsbæ sem boðið er til af Karlakórnum Stefni. Einnig munu Kvennakór Garðabæjar og Karlakórinn Hreimur koma fram. Kórarnir flytja nokkur lög hver um sig og síðan sameinast þeir í flutningi á nokkrum lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis.

NOV4
Sat 4:00 PM UTCÍþróttahúsið að Varmá
2 people went

Fréttatilkynning
Tónleikar tveggja kóra.
Karlakór Keflavíkur og Harmóníukórinn úr Árbæ bjóða til tónleika í Duus- húsum í samvinnu við Duus safnahús.
Tónleikarnir fara fram í bíósal Duus-húsa föstudaginn 13. október kl. 20:00.
Á dagskránni verða létt kóralög....
Aðgangur ókeypis.
Karlakór Keflavíkur.

See More

Við erum aldeilis ánægðir núna félagarnir í kórnum þar sem bæði hafa bæst við nýir söngvarar og einnig félagar sem eru að snúa aftur eftir smá pásu. Minnum á opna æfingu á fimmtudag kl. 19:30. Eru ekki nokkrir ennþá þarna úti sem eru búnir að vera lengi að velta fyrir sér að prófa? Nú er góður tími til að skella sér af stað í söngferilinn. Allir velkomnir.

Kæru vinir og velunnarar. Ef þið vitið af söngmönnum í ykkar vinahóp þá megið þið endilega deila þessu fyrir okkur. Opnu æfingarnar eru tilvaldar fyrir nýja menn til að kynnast kórnum og við yrðum afskaplega ánægðir með að sjá ný andlit hjá okkur.

Image may contain: 13 people, people standing, suit and outdoor
Karlakór Keflavíkur

Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið. - Opnar æfingar.

Karlakór Keflavíkur er nú að hefja 63. starfsár kórsins.
Kórinn hefur endurráðið Jóhann Smára Sæva...rsson sem stjórnanda 2017-2018 en hann stýrði kórnum starfsárið 2016-2017.
Margt spenandi er framundan hjá kórnum svo sem heimsókn annarra kóra og þátttaka í Allra heilagra messu í Keflavíkurkirkju. Þá eru áform um heimsókn kórsins til annarra landa á dagkrá í vetur.
Kórinn býður áhugasömum söngmönnum í heimsókn á opnar æfingar í september.
Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30 til kl. 21:30.

See More

Karlakór Keflavíkur að hefja vetrarstarfið. - Opnar æfingar.

Karlakór Keflavíkur er nú að hefja 63. starfsár kórsins.
Kórinn hefur endurráðið Jóhann Smára Sævarsson sem stjórnanda 2017-2018 en hann stýrði kórnum starfsárið 2016-2017.
Margt spenandi er framundan hjá kórnum svo sem heimsókn annarra kóra og þátttaka í Allra heilagra messu í Keflavíkurkirkju. Þá eru áform um heimsókn kórsins til annarra landa á dagkrá í vetur....
Kórinn býður áhugasömum söngmönnum í heimsókn á opnar æfingar í september.
Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 19:30 til kl. 21:30.

See More
Image may contain: 13 people, people standing, suit and outdoor
Karlakór Keflavíkur updated their cover photo.
Image may contain: 13 people, people standing, suit and outdoor

Vortónleikar KKK verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 2. og fimmtudaginn 4. maí nk. kl. 20:30.
Fjölbreytt dagskrá, hefðbundin karlakóralög, lög úr söngleikjum, ný íslensk dægurlög.
Einsöngvarar með kórnum verða auk Jóhanns Smára Sævarssonar söngstjóra þau Jelena Raschke, Ingólfur Ólafsson, Haraldur Arnbjörnsson og Þorvarður Guðmundsson.
Miðar verða seldir hjá kórfélögum og við innganginn.

MAY2
May 2, 2017 - May 4, 2017
41 people interested

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur verða 2. og 4. maí í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Fjölbreytt efnisval.

Karlakór Keflavíkur óskar velunnurum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Þökkum ómetanlegan stuðning á liðnum árum.

Við minnum á nýútgefinn DVD-disk af Kötlumóti 2015 sem hægt er að kaupa hjá öllum kórfélögum.

Karlakór Keflavíkur þakkar öllum gestum á Kertatónleikunum kærlega fyrir komuna og óskar öllum velunnurum nær og fjær gleðilegra stunda um komandi hátíð.
Hér að neðan er myndband sem tekið var upp á Kertatónleikunum af laginu Jólin koma með þér sem karlakórinn söng ásamt gestunum úr Skapandi starfi í Keflavíkurkirkju.

It looks like you may be having problems playing this video. If so, please try restarting your browser.
Close
507 Views
507 Views