Photos
Posts

Poppplata ársins, popplag ársins, textahöfundar og söngvari ársins. Nýdanskir eru kampakátir með fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Image may contain: 5 people, people smiling, people sitting, drink and indoor

Nýdönsk hlaut fimm tilnefningar Íslensku tónlstarverðlaunanna 2017. Hér má sjá umsagnir dómnefnda.

Plata ársins – Á plánetunni jörð
Ein besta plata Nýdanskra í mörg ár. Frábærar popp lagasmíðar með textum Björns Jörundar og Daníels sem lyfta andanum sem aldrei fyrr. Nýdönsk sanna það að þeir eru óumdeilanlegt náttúruafl í íslensku poppi.

...

Lagahöfundar ársins – Nýdönsk
Hljómsveitin Nýdönsk er á stalli með helstu þjóðargersemum. Á nýjustu plötu sinni tók hún nokkuð djarfan vinkil á lagasmíðarnar. Í stað snaggaralegra, grípandi popplaga er lagt upp með strengi hlöðnum smíðum (sem Haraldur Vignir Sveinbjörnsson vélar um) og flæðið er lárétt, lög streyma áfram í hægð og með epísku öldufalli.

Lag ársins – Stundum
Sjúklega svalt lag og svo flókið í sínum einfaldleika. Rödd Daníels, textinn og frábær strengjaútsetning gera þetta lag eitt af þeim bestu sem Nýdönsk hefur sent frá sér.

Textahöfundar ársins - Björn Jörundur/Daníel Ágúst
Textar Nýdanskra hafa í nær þrjá áratugi verið á öðrum stað en aðrir popptextar á Íslandi. Leikur þeirra að orðum og hugtökum er alltaf skemmtilegur og um leið áhugaverður. Hvort sem ort er um ástina, dauðann eða félagslíf plantna.

Söngvari ársins - Daníel Ágúst
Daníel hefur verið ein flottasta rödd Íslands í áratugi. Hann sýnir það og sannar að hann er í toppformi og hefur sjaldan hljómað betur. Röddin fyllir vel út í rýmið og hann með sínum afslappaða hljómi lætur mann trúa því sem hann segir á nýjustu plötu Nýdanskra.

See More
Plays from Spotify
Á plánetunni Jörð
Nýdönsk
Posts
Til­nefn­ing­ar til Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna 2017 voru kynnt­ar í dag og hlaut Mammút flestar eða sex talsins. Næst á eftir Mammút koma JóiPé og Króli en félagarnir fá 5 tilnefningar. Það gerir líka Nýdönsk.
mbl.is

Einhverjir kunna að muna eftir sjónvarpstónleikum okkar á RUV fyrir nokkrum mánuðum. Upptökustjórinn, Þór Freysson, hefur nú verið tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir frammistöðuna. Það skyldi þó aldrei vera að "Sjálfshátíð í sjónvarpssal" hljóti verðlaun?
https://www.youtube.com/watch?v=63s_wQ3yYxg

Stundum er fyrsta lagið sem hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér, af nýrri hljómplötu sem kemur út í september nk. Hljómsveitin fagnar nú þrítugasta starfsári...
youtube.com

Akureyringar voru sáttir við tónleika hljómsveitarinnar í gærkvöldi og Nýdanskir afar þakklátir fyrir móttökurnar.

Kristjan Kristjansson is with Brynjar Davíðsson and 4 others.

Dægurlagaindíbandið Nýdönsk toppaði eigin ágætleika um helgina með frábærum tónleikum á Græna hattinum, ekki bara glöddu þeir hverja einustu sál með spilagleði ...og talenti heldur sameinuðu þeir týndu kynslóðina, x kynslóðina og þúsaldarbörnin með ákaflega vönduðu lagavali. Þessi hljómsveit er framar öðrum þegar kemur að laga og textasmíð. Þeir eru hunangið í húsmæðragarðinum, þeir eru himnasending á plánetunni jörð, þeir eru deluxe #riddarakross

See More
Nýdönsk shared a link.
January 20
Trölli 103,7 Þátturinn Þorvaldssynir http://fm.trolli.is/ Nýdönsk
youtube.com

Bræðurnir Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir eru nú í beinni útsendingu á Útvarpi Trölla á Norðurlandi með þátt sinn um Nýdönsk.. Þar spila þeir lög með hljómsveitinni auk þess að flytja nokkur lög sveitarinnar í eigin útsetningu. Flottir strákar!
http://fm.trolli.is/

Útvarpsstöð á Tröllaskaga með upplýsingar og skemmtiefni
fm.trolli.is

Við þökkum þeim fjölmörgu sem hófu nýja árið með okkur á þrennum tónleikum í Bæjarbíói nú í upphafi árs. Stemmningin var stórkostleg og þetta tónleikahús er dásamlegur staður.
Palli Eyjolfsson á þakkir skildar fyrir að standa svo vel að þessu.
Takk fyrir okkur!
https://www.youtube.com/watch?v=PUGslUGblGw

Titillag tíundu breiðskífu Nýdanskrar. Höfundur lags og texta: Björn Jr. Friðbjörnsson
youtube.com

Þrennir þrettándatónleikar að baki. Takk fyrir okkur!

It looks like you may be having problems playing this video. If so, please try restarting your browser.
Close
Posted by Bæjarbíó
1,661 Views
1,661 Views
Bæjarbíó was live.

"Þess vegna höldum við í vonina sem er trúin á ástina..."
Gleðilegt ár!
https://www.youtube.com/watch?v=PUGslUGblGw

Titillag tíundu breiðskífu Nýdanskrar. Höfundur lags og texta: Björn Jr. Friðbjörnsson
youtube.com
JAN23
Tue 7:30 PM UTCNorræna húsiðReykjavík, Iceland
677 people interested

Næsta gigg og fyrsta gigg ársins 2018

JAN6
Sat 8:30 PM UTCBæjarbíóHafnarfjörður, Iceland
491 people interested

Nýdanskir eru afar kátir með þessi verðskulduðu heiðursverðlaun Jóns okkar.

Jón Ólafsson hlýtur heiðursverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin nefnast „Lítill fugl“ og eru veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr í umfjöllun, ræktarsemi og kynningu á íslenskri tónlist.
ruv.is

Varist eftirlíkingar!

Image may contain: 2 people, indoor