Posts
No automatic alt text available.
Stjörnuspeki - utanoginnan.is

Hvernig ætli stjörnumerkin beri sig að þegar kemur að því að moka snjó og hreinsa snjóinn af bílunum?

Photos
Posts
No automatic alt text available.
Stjörnuspeki - utanoginnan.is

Hvernig ætli stjörnumerkin beri sig að þegar kemur að því að moka snjó og hreinsa snjóinn af bílunum?

Nú eru vetrarsólstöður og þá fer Sólin í stjörnumerki Steingeitarinnar og núna (2015) er það þann 22. desember (kl. 4;48 um morguninn). Börn sem fæðast þennan dag verða því Bogmenn ef þau fæðast fyrir þennan tíma en annars Steingeitur. Þess vegna skiptir fæðingartíminn máli þegar gera á stjörnukort.

Á jóladag, 25. desember, verður fullt tungl í Krabba. Krabbinn er táknrænn fyrir tilfinningarnar, heimilið, fjölskyldunna og bernskuna, sem er einmitt málefni jólanna hjá flest...um. Að gleðja börnin og búa til góðar minningar, vera með fjölskyldunni og þeim sem okkur þykir vænt um. Krabbinn er frumkvætt merki og það er reyndar Steingeitin líka. Steingeitin stendur sína plikt, gerir það sem þarf að gera og lætur ekkert lá sig út af laginu. Krabbinn er tilfinninganæmari en lætur ekki sitt eftir liggja. Fjölskyldan er málið hjá honum, hann hlúir að og dekra við fjölskylduna sína.

Annað er í kortunum þennan dag en það er Merkúr í samhljóma afstöðu við Venus og Júpíter. Það ýtir undir ljúfar og skemmtilegar samræður, pælingar og samverustundir. Mars er reyndar í spennu við Merkúr svo það getur hitnað í kolunum en ef við erum meðvituð um að vera á jákvæðu nótunum þá verður bara gaman.

Svo eru það veðurkortin en þau boða MIKIÐ frost þennan dag svo annað af tvennu er líklegt til að gerast:
Þú tekur Merkúrinn á þetta og verður heima í góðum félagsskap, spjallar og spilar borðspil EÐA þú tekur Steingeitina og Krabbann á þetta. Stendur þína plikt, lætur þig hafa það að fara út í fimbulkuldann og mætir í fjölskylduboðið til að njóta samvista með þeim sem þér þykir vænt um.

Bestu óskir um gleði og frið.
Hrafnhildur Geirsdóttir, stjörnuspekingur

See More

1. september
Nú liggur rómantíkin í loftinu þegar Venus og Mars eru í samstöðu. Hvað með rómantískan kvöldverð eða gönguferð við sólsetrið, hönd í hönd? Allavega er stutt í rómantíkina.

2. júlí
Í dag er fullt Tungl í Steingeit. Þá er lag að bretta upp ermarnar, spyrna í svörðinn og klára verkefnin sín, með aðstoð Steingeitarorkunnar. Eins og fjórfættu steingeiturnar fikra sig upp klettaveggi skref fyrir skref, vinnur Steingeitin verkin sín og klárar þau af af einstakri tryggði við þá ábyrgð sem hún tekur á sig. Verum Steingeitur og klárum málin!

2. júní
Í dag er fullt tungl í Bogmanni. Orka Bogmannsins sem m.a. einkennist af hreyfiþörf, bjartsýni og frelsisþrá hefur hressandi áhrif á okkur öll en líklega öllu meira á fólk sem hefur áherslu á Bogmannsorkuna í stjörnukortinu sínu.

Þú gætir þurft að róa þig aðeins, sérstaklega ef ákafinn verður svo mikill að þú reynir að vera á mörgum stöðum í einu eða þegar þú veist ekki hvort þú ert að koma eða fara

Gleðilegt nýtt ár !.
Í stjörnukortinu fyrir áramótin má sjá að himintunglin gefa tóninn um þennslu, frumkvæði og framkvæmdir. Auk þess er nýtt Tungl í Steingeit á nýársdag með samviskusemi, dugnað, seiglu og ósérhlýfni. Ekki slæmt að leggja af stað inn í nýja árið með slíka orku. Nú brettum við upp ermarnar og tökum stefnuna upp á við í áttina að árangri og uppbyggingu á nýja árinu. Gleðilegt nýtt ár!

No automatic alt text available.

Hugleiðingar á vetrarsólstöðum
Vetrarsólstöður er einn af merkilegri tímum ársins. Fyrir utan að vera dimmasti tími ársins varir hann í 3 daga. Sólin hvorki lækkar meira á lofti né fer hærra í þessa 3 daga.

Náttúran andar eins og allt annað líf og í henni sjáum við allsstaðar hringrás lífsins. Þegar við öndum að okkur líður lítið augnablik áður en við öndum frá okkur og svo eftir augnablik öndum við að okkur aftur. Þetta augnablik þarna á milli er mjög merkilegt augnablik. Þa...ð þekkja margir sem stunda hugleiðslur og þeir sem leitast við að lifa í núvitund. Þeir veita þessu “bili” sérstaka athygli því einmitt á þessu augnabliki er kyrrðin algjör. Eins og sólargangurinn er hringrás er hann ein mynd af andardrætti náttúrunnar. Á vetrarsólstöðum er fráöndun lokið og þar sem nú eru vetrarsólstöður ríkir þessi algjöra kyrrð í náttúrunni einmitt núna.

Ef stressið er að ná yfirtökunum í jólaundirbúningnum gæti hjálpað að tengja sig við kyrrð náttúrunnar og treysta á visku hennar sem felst að mörgu leiti í því að anda inn og anda út. Andið með nefinu elskurnar, njótið hvers augnabliks með því að upplifa það vakandi og munið að besta gjöfin er kærleikur. Það er með kærleikann eins og öndunargrímurnar í flugvélunum. Fylltu sjálfan þig af kærleika við hverja innöndum og kærleikurinn mun geisla frá þér til annarra.

Bestu kveðjur á vetrasólstöðum frá utanoginnan.is
Hrafnhildur Geirsdóttir

See More
No automatic alt text available.

Hvernig ætli stjörnumerkin beri sig að þegar kemur að því að moka snjó og hreinsa snjóinn af bílunum?

No automatic alt text available.

Þegar stjörnumerkin koma heim úr skólanum . . . . .

No automatic alt text available.

Fullt Tungl í Hrút!

Ertu fædd/ur 9. apríl? (eða á bilinu seinnipart 8. apríl til fyrriparts 10. apríl – hvaða ár sem er).
Rétt fyrir miðnætti í kvöld (18. okt. 2013, kl. 23:50) verður fullt Tungl í Hrút og Sólin þín (í stjörnukortinu þínu) stendur í miðju sviðsljósinu þegar spennan nær hámarki. Á einhvern hátt verður þú var við aukna áherslu, aukna spennu, meiri athygli, meiri orku. Þetta getur þýtt fyrir þig að þú átt góðan dag eða kannski verður þú í sviðsljósinu. Það ...er erfitt að segja til um hvað það verður en aukin orka er málið. Njóttu dagsins Hrútur sem ert fæddur á ofangreindu tímabili.

Til að gera sögu um atburðinn þá er semsagt margmenni á torginu og þar eru ásamt mörgum öðrum hetjan myndarlega og gyðjan ofur fallega. Þau eru, svona eins og gengur og gerist í fjölmenni, að spranga um, sinna erindum, sýna sig og sjá aðra. Það vefst þó ekki fyrir neinum að eitthvað liggur í loftinu. Það er spenna og hún er að magnast. Hún hefur verið að magnast undanfarna daga. Fólk er mis-meðvitað um þessa spennu en alveg örugglega eru hetjan og gyðjan meðvituð um hana.

Skyndilega finnur hetjan að eitthvað fangar augað. Hetjan lítur upp og sér í gegnum þvöguna, langt í burtu, undurfögru gyðjuna. Fegurð hennar er slík að tíminn stoppar, hjartað stoppar og andartakið, fegurðin, eru greypt í minni hetjunnar.
Hetjan getur ekki gleymt þessari fegurð og langar mest af öllu að hitta undurfögru gyðjuna. Hann færir sig nær en missir sjónar á henni. Hann sér henni bregða fyrir en svo hverfur hún aftur. Hann verður að finna hana! Hann hleypur í áttina að henni . . . . .
. . . . framhald af sögunni verður innan skamms en þangað til er gott fyrir alla að hugleiða: hvað varstu að gera, hugsa eða hvert varstu að stefna 4. október sl. Í dag er framhald af því upphafi sem var þá. Í dag markast árangur af því. Njótum öll dagsins og orku fulla Tunglsins.

See More
No automatic alt text available.
No automatic alt text available.
Stjörnuspeki - utanoginnan.is

Viltu kynnast persónunni í stjörnukortinu þínu? Pantaðu tíma í síma: 895 8184

Á facebook heldur Hrafnhildur Geirsdóttir stjörnuspekingur úti síðunni Stjörnuspeki - utanoginnan.is hér ásamt vefsíðunni Utanoginnan.is hér. Hrafnhildur er sjálf fædd 9. júní 1959, með Sól í Tvíbura, Tungl í Krabba og Rísandi Krabbi. Sterkustu stjörnumerkin í kortinu hennar eru Tvíburi, Krabbi, L...
hun.is

Vatnsberar og árið 2013

No automatic alt text available.
Stjörnuspeki - utanoginnan.is

Vatnsberar og árið 2013
Vatnsberar eru framsýnir og frumlegir pælarar að upplagi. Stundum er sagt að þeir sjá fram í tímann og hafi skilning á ókominni tækni, ...þó þeir séu ekki endilega tækninördar sjálfir. Þeir eru sjálfstæðir, hafa áhuga á fólki þegar það er í ákveðinni fjarlægð, og þeir kunna að lesa í hópa þegar þeir standa utan við þá. Vatnsberar hafa svona „Kúl og kammó“ yfirbragð, eru vinalegir og skemmtilegir en vilja síður, svona almennt, að tengsl við fólk hefti þá.

Á árinu 2013 finna Vatnsbera sem fæddir eru á bilinu 23. janúar til 10. febrúar bæði meðbyr og mótbyr. Svona almennt séð eru málin í góðu lagi ef ekkert annað í persónulega stjörnukortinu kemur í veg fyrir það en svo inn á milli missa þeir flugið vegna utanaðkomandi gagnrýni og tafa. Það getur átt við um hugmyndir þeirra, tengsl við fólk, hópasamstarf og fleira. En yfirleitt munu Vatnsberar geta nýtt sér til framdráttar þá gagnrýni sem þeir fá vegna þess að þeim er lagið að breyta vandamálum í verkefni, frekar en að kvarta og kveina yfir hlutunum eða gefast upp á góðri hugmynd. Hluti af velgengni þeirra verður vegna samstarf eða tengingar út á við. Það fer eftir fæðingardegi hvenær þessi orka er sterkust á árinu.

See More